Íslenzka deyr ekki, þótt bókakaup hafi skyndilega minnkað um þriðjung. Höfum nóg að lesa, þótt bóklestur hafi minnkað. Að vísu hefur lestur sumpart færst yfir á ensku. Íslenzkir bókaútgefendur eru of hræddir við rafbækur. Við lesum auðvitað heilmikið á skjá, fréttir og frægð, margt af því á íslenzku. Og ekki gleyma, að við skrifum margfalt fleiri en áður gerðu. Fésbókin er full af skemmtilegum sögum úr lífi fólks. Fyrir aldamót skrifuðu bara skriftlærðir. Nú skrifa allir, hver á sinni íslenzku. Það er flott, þótt kennarar mínir í skriftarskólanum MR snúi sér í gröfinni. Íslenzka er notuð hversdags, stundum í nýstárlegu formi.