Íslenzka Nixons-ferlið

Punktar

Ferlið varð heimsfrægt í varnarstríði Nixons forseta í Watergate. Eftir hverja uppljóstrun féll hann frá fyrri lygi og bjó til aðra vægari. Þannig hrökklaðist hann milli lyga í meira en ár, úr einni lyginni í aðra. Við horfðum á svipað ferli hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það er þó flóknara, því hún skáldar alltaf nýjar sögur. Þannig eru margir pólitíkusar á Íslandi, hafa lygina að sínu helzta vopni. Verra er, að flestir embættismenn eru svona líka, ljúga út og suður. Sjáið til dæmis ríkislögreglustjóra og forstjóra landhelgisgæzlunnar. Flýja úr einni lyginni í aðra annan hvern dag. En er fyrirmunað að segja satt.