Íslenzkur her á Wikipedia

Punktar

ÍWikipedia segir, að Ísland verji tveimur milljörðum til hermála. Hefur það eftir Stockholm International Peace Research Institute og European Defence Agency. Þessir aðilar vitna í síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þessu veita 26 ríki MINNA fé til hermála en Ísland. Þar í hópi eru Mongólía, Sómalía, Tanzanía og Malavi. Auk margra eyríkja, svo sem Comoros, Seychelles og Grænhöfðaeyja. Við erum að rísa úr flokki gáfaðra smáríkja upp í flokk heimskra valdhrokaaríkja. Tökum þátt í hernámi Afganistans og höfum skoðun á, hvað Makedónía megi heita. Erum bara orðnir flottræflar.