Íslenzkur Tobin-skattur

Punktar

Ríkið á bara tvo kosti, ef það vill losa landið við gjaldeyrishöft. Annar er að leggja niður krónuna og þá tekur evran við. Sem hefur staðið sig vel í evrópskum ólgusjó undanfarin misseri. Hinn er að taka upp svonefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann dregur mjög úr gróða af gjaldeyrisbraski, stöðutöku og spákaupmennsku. Leiðir til traustari utanríkisviðskipta og jafnar sveiflur á gengi krónunnar. Meginland Evrópu er að sigla inn í Tobin-skatt til að ná betri tökum á braski bankabófa. Geir Zoëga hagfræðiprófessor mælir með þessum skatti og fjármálaráðherra hefur tekið undir tillögu hans.