Íslenzkuvænn strigakjaftur

Punktar

Gott er, ef þekktur strigakjaftur, sem kann fína íslenzku, verður ritstjóri Moggans. Blaðið verður að minnsta kosti betur skrifað, ef Davíð Oddsson er ritstjóri. Og ekki efast ég um, að hann nær fínu sambandi við marga, ef ekki flesta, á ritstjórn blaðsins. Gleymið ekki, að hann hefur verið dávaldur alla sína ævi. Og ekki finnst mér lakara, að félag fyrrverandi ritstjóra eigi eftir að verða árshátíðarhæft. Hins vegar hefur Davíð enga fagþekkingu á ritstjórn, byggða á reynslu. Of oft eru ráðnir fínimenn utan úr bæ sem ritstjórar dagblaða og hefur ekki gefizt vel. Eiga að kunna fagið í botn.