Silvio Berlusconi er þriðja sinn við völd, frekari og sjálfumglaðari en nokkru sinni. Eins og áður snúast ítölsk þingstörf um að magna varnir foringjans gegn réttlætinu. Nú eru samin þar lög um, að forsætisráðherra sé friðheilagur frá réttvísi meðan hann er í embætti. Berlusconi er ítölskum kjósendum til stórskammar. Hvergi í hinum vestræna heimi hefur annar eins skálkur og skúrkur verið valinn til að fara með æðstu völd. Ítalir eru því miður að meðaltali svo pólitískt frumstæðir, að þeim finnst fínt af hafa við völd spilltasta forsætisráðherra Evrópu. Ítalir eru sannarlega fífl.