Skíðastaðir á Ítalíu eru flokkaðir í þrennt, íþróttastaði, fjölskyldustaði og snobbstaði. Ef hlutfall gistinótta og skráninga í lyftuhliðum er hátt, er lítið skíðað og meira gengið í pelsum milli kaffihúsa, snobbstaður. Ef hlutfallið er lágt, er mikið skíðað og lítið rölt í bænum, íþróttastaður. Miðja vegu eru fjölskyldustaðir. Tveir staðir hér flokkast sem snobbstaðir samvkæmt þessu. Cortina er annar og Madonna er hinn. Enda eru hér 900 snjóbyssur. Þykkur snjór er því í öllum brekkum, þótt ekkert snjói. En þá fer rafmagnsreikningur á byssunum í þrjá milljarða á vertíð.