Efast um, að hinu opinbera beri að leggja kostnað í að fela íþróttafélögum aukinn þátt í barnauppeldi. Eða að gera svæði íþróttafélaga að þungamiðju víðtækara unglingastarfs. Þau leggja of mikla áherzlu á keppni. Mér sýnist þau ala upp skríl, en ekki heiðvirða borgara. Íþróttafélögin ala upp fólk, sem sýnir keppendum annarra liða dónaskap. Fólk, sem sýnir ekki drengskap í leik, heldur fer eftir reglunni: Tilgangurinn helgar meðalið. Ég held líka, að ungt fólk læri eins mikið að drekka og drabba í íþróttafélögum og það gerir á götunni. Hvað sem rannsókn Þórólfs Þórlindssonar sagði um það mál.