Lestrarkannanir hafa löngum sýnt, að þriðjungur fólks hefur áhuga á íþróttum í fjölmiðlum. Svipaður fjöldi og hefur áhuga á stjórnmálum í fjölmiðlum. Eða menningu. Allt eru þetta sérstök áhugamál, sem eiga að hafa sinn sess hjá fjölmiðlum. Íþróttir eiga ekki að hafa neinn forgang umfram önnur. Fráleitt er að ryðja föstum dagskrárliðum til hliðar til að rýma fyrir boltaleikjum. Enn frekar út í hött er að safna skuldum til að fjármagna sýningar leikja. Ríkissjónvarpið er á villigötum í þessu efni. Kosti boltaleikir meira en annað efni, á að sýna þá á sérstakri rás gegn viðeigandi gjaldi áhorfenda.