Ítrekuð yfirborðsfrétt

Punktar

Fréttablaðinu hefur tvo daga í röð tekizt að flytja fréttir af Hraðbraut án þess að nefna orsök hruns hennar. Hún var svindlbrask á kostnað ríkissjóðs, sem Ríkisendurskoðun ljóstraði upp um. Nú tekst skólanum ekki að endurtaka leikinn, því að lysthafendur eru of fáir. Sífellt oftar sjáum við fréttir af hálfu fréttabarna, sem hvorki þekkja söguna né fagið sjálft. Að vísu er ekki ætlast til, að lesendur borgi þvæluna, en samt forheimskar metnaðarleysið til langs tíma. Með einföldu gúgli ættu fréttabörnin að geta kíkt inn í bakgrunn frétta, þótt þau viti hann ekki sjálf. En sum notfæra sér það ekki.