Nei-sinnum hefur fjölgað meira en já-sinnum milli kannana Gallups. Enn eru já-menn þó fleiri en nei-menn. 43% segja já og 34% segja nei. Eftir þessu að dæma munu já-menn merja sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Óvíst er þó, að sú verði niðurstaðan. Ég tel nei-sinna líklegri til að fara á kjörstað heldur en já-sinna. Fjórðungur kjósenda hefur enn ekki gert upp hug sinn. Flestir gera það líklega, er gögn verða send heim til fólks skömmu fyrir kosningar. Flest rök með og móti hafa að visu þegar birzt. Slagorð verða tuggin fram og aftur fram að kosningum. Aðalvandinn verður að draga já-sinna á kjörstað.