Vefurinn er enn hliðarafurð hefðbundinna fjölmiðla, stundum rekinn meira af vilja en mætti. Með aukinni samþættingu hinna ýmsu tegunda fjölmiðlunar mun vefurinn hætta að vera jaðaratriði, dýr lúxus. Verður miðlægur í fjölmiðlun framtíðarinnar. Í náinni framtíð mun fjölmiðlun líkjast smokkfiski, þar sem vefurinn er í miðju. Frá honum munu liggja armar i allar áttir. Í einum er prentið, i öðrum sjónvarp, útvarp í hinum þriðja, síminn í fjórða arminum. Menn standa andspænis þessu ferli í Bandaríkjunum. En eru ekki farnir að átta sig á því enn hér á landi. Eru of uppteknir af krónum líðandi stundar.