Jafn 18% skattur

Punktar

Graham Bowley segir í International Herald Tribune, að stækkun Evrópusambandsins sé að breyta eðli þess með því að draga úr áhrifum stóru ríkjanna. Erfiðara verði fyrir Bretland, Frakkland og Þýzkaland að stýra utanríkismálum þess, til dæmis í samráði við Ítalíu og Spán. Hann bendir á, að Pólland og Litháen hafi tekið forustu í afstöðunni til Úkraínu. Þá hafi sum nýju ríkin tekið upp betra hagkerfi, til dæmis Slóvakía, þar sem tekjuskattur launa og fjármagns og vaskur er 18% í öllum tilvikum. Merki séu um, að sum ríki Vestur-Evrópu eigi erfitt með að fóta sig á breytingunum.