Jafnaðir tekjuskattar

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðar jöfnun vinnutekjuskatta og fjármagnstekjuskatta. Það er eitt mesta réttlætismál þjóðarinnar. Hingað til hafa menn með aðstöðu ekki þurft að borga nema brot af tekjuskatti, því að þeir hafa vafið um sig fjármagnstekjum. Á að vísu eftir að sjá, að stjórnin stígi þetta skref til fulls. En Jóhanna segir: Jöfnun tekjuskatta. Og verður borin fyrir því síðar. Misréttið var ein versta afleiðing stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis og Framsóknar og hélt áfram óbreytt, þegar Samfylkingin fór í stjórn. Nú hefur hún loksins vikið frá þeirri stefnu. Er það hið bezta mál.