Píratar sækjast eftir jafnvægi í samfélaginu. Sé því stjórnað óhæfilega öfgakennt til hægri, vilja Píratar færa jafnvægið inn á miðjuna. Sé því stjórnað óhæfilega öfgakennt til vinstri, vilja Píratar færa jafnvægið inn á miðjuna. Píratar eru alltaf í miðjunni. Í núverandi umhverfi hægri öfga virðast þeir vera til vinstri. Í umhverfi vinstri öfga mundu þeir virðast vera til hægri. Öfgar eru til ýmissa átta, en Píratar eru alltaf inni á miðjunni, fylgjandi jafnvægi og heilindum í samfélaginu. Út á það hafa þeir fengið 15% atkvæða. Þurfa að fara upp í 30% til að hafa marktæk áhrif. Því þurfa ungir að kjósa og gamlir að segja upp gömlum flokkum sínum.