Jafnvel Vigdís hættir

Punktar

Pólitíkin er víða skrítin. Nigel Farage er helzti sigurvegari Brexit kosninganna í Bretlandi. Ætlar samt að segja af sér sem formaður UKIP, flokks andstæðinga Evrópusambandsins. Boris Johnson hefði verið sjálfkjörinn formaður Íhaldsins eftir ósigur David Cameron í Brexit. Johnson var helzti áróðursmaður útgöngu úr sambandinu. Hyggst samt ekki taka við formennsku flokksins. Farage og Johnson flýja báðir undan eigin sigri. Vita, að þeir geta ekki greitt úr vanda Bretlands við útgönguna. Svipaður ótti sligar þingmenn Framsóknar. Hver um annan þveran sjá þeir kosningaósigur blasa við. Jafnvel Vigdís Hauksdóttir hyggst hætta.