Enn tregðast Japanir við að viðurkenna ógeðsframkomu í síðari heimsstyrjöldinni. Öfugt við Þjóðverja hafa þeir aldrei gert hreint fyrir sínum dyrum. Japanir afneita staðreyndum og hver forsætisráðherrann á fætur öðrum opinberar fasisma sinn. Meðan Þjóðverjar hafa gerzt fullgildir borgarar í samfélagi þjóðanna, halda Japanir enn dauðahaldi í gamla lygi, sem mokað var upp í þá á stríðsárunum. Economist fjallaði í síðasta hefti um nýjustu birtingarmyndir þessa einkennilega ástands, sem stendur Japan fyrir þrifum í samfélagi þjóðanna. Blaðið segir, að Shinzo Abe forsætisráðherra hagi sér eins og fífl.