Japanskt ævintýri

Veitingar

Fiskmarkaðurinn er japanskt matarævintýri Ísafoldarhússins við Aðalstræti. Hann er annar af tveimur beztu veitingastöðum landsins, öðruvísi en aðrir öndvegisstaðir. Innréttingar eru þrauthannaðar með speglaverki í japönskum skógarstíl með þungum tréborðum á trégólfi. Þarna prófaði ég 3.900 króna smakk-matseðil í hádeginu og var í hálfan annan tíma að komast gegnum hann. Smakkseðillinn kostar 6.900 krónur á kvöldin. Tvírétta af matseðli í hádegi kostar 3.350 krónur að meðaltali og þríréttað að kvöldi kostar 8.000 krónur að meðaltali. Fiskmarkaðurinn er kjörinn miðbæjarstaður til hádegisverðar.