Stefnur og straumar sjást í matreiðslu eins og öðrum listum. Mesta byltingin varð 1973, þegar nýja franska eldhúsið kom til sögunnar. Um leið kom fram jarðbundna matreiðslan, sem sótt hefur fram í seinni tíð. Til er sérstök, norræn útgáfa af henni, sem sækir hráefni úr heimahéruðum. Um skeið komst í tízku að blanda ólíku saman, til dæmis frönsku og japönsku. Blandstíll og ofurfrysting voru vinsæl fram að kreppu, en hafa síðan vikið. Síðari ár hafa kokkar höfðað til ungra kynslóða með því að nota þætti úr skyndibitafæði. Mikilvægasti straumur líðandi stundar er samt jarðbundna, góða matreiðslan.