Jarðhiti og dauðsföll

Punktar

Sam­band er á milli fjölg­un­ar dauðsfalla á höfuðborg­ar­svæðinu og aukins styrks brenni­steinsvetn­is frá jarðhita­virkj­un­um í ná­grenni þess, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. „Þessi rann­sókn gef­ur vís­bend­ingu um, að það sé eitt­hvað að ger­ast og það þurfi að skoða þetta bet­ur,“ SEGIR Ragn­hild­ur Finn­björns­dótt­ir. Hún er að skrifa doktorsritgerð um málið. Samkvæmt þessu notar Orkuveitan íbúa svæðisins sem tilraunadýr, hugsanlega með lífshættulegum afleiðingum. Þarf ekki að stinga við fótum? „Við erum í raun mjög aft­ar­lega á mer­inni á Íslandi með að skoða áhrif loft­meng­un­ar á heilsu. Norður­lönd­in eru miklu dug­legri …“