Jarðhiti er ekki endurnýjanleg auðlind. Hann minnkar, þegar af honum er tekið. Hellisheiðarvirkjun átti upphaflega að vera 800 megawött, en síðan var dregið í land niður í 300 megawött. Afköstin minnka um 20 megawött á hverju ári. Bora þarf tvær nýjar holur á nýjum stöðum á hverju ári til að halda dampi á orkunni. Hellisheiði dugði ekki og nú er gengið á orkuna í Hverahlíðum, sem átti að nota til stóriðju. Öll plön um orkugróða af Reykjanesskaga hafa farið út um þúfur. Þetta mun fljótlega leiða til enn meiri hækkunar á hitaveitu íbúða almennings. Verkfræðingar eru verri spámenn en hag- og lögfræðingar og er þá mikið sagt.