Þegar kemur að lagfæringu gamalla húsa, sjá margir, að þau hafa illa farin burðarvirki og verða aldrei aftur góð. Þá rís vilji til að rífa þau og byggja úr nýju timbri eftir gömlum teikningum. Gárungarnir kölluðu það nýsmíðaðar fornminjar. Sérstakt afbrigði af þeim má nú sjá frá Lækjartorgi. Húsið á horni Austurstrætis og Lækjargötu og húsið í Bakarabrekkunni. Allt síðara húsið er steypt og neðsta hæð fyrra hússins. Síðan er steypan klædd að utan með timbri, svo að nútíminn sjáist ekki. Þetta afbrigði nýsmíðaðra fornminja má kalla járnbentar fornminjar. Virðast vera að komast í tízku.