Eitt er, að borgarskipulagið og Reykjavíkurlistann gangi með grillur um járnbrautarkerfi í Reykjavík, en alvarlegra er að láta draumóra leiða til meiri tafa en þegar eru orðnar á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sósíalistísk andúð á einkabílisma gengur út í öfgar hjá yfirvöldum Reykjavíkur. Hagkerfi höfuðborgarsvæðisins byggist á, að fólk og vörur komist viðstöðulaust leiðar sinnar með sem minnstum töfum af umferðarljósum. Og strætisvagnar þurfa líka að komast leiðar sinnar.