Játningar flæða

Punktar

Tony Blair játaði í gær að stríðið gegn Írak væri “disaster”, alger mistök. Hann gerði það í viðtali við Sir David Frost á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Ráðherrar í brezku stjórninni hafa sagt slíkt hið sama, t.d. Margaret Hodge viðskipta- og iðnaðaráðherra, sem sama dag kallaði stríðið “big mistake”, mistök. Tom Koenigs, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, segir í dag í Guardian, að Atlantshafsbandalagið geti ekki sigrað talíbana í Afganistan með handafli. Hann segir bandalagið vera of bjartsýnt, enda tregðast ríki Evrópu við að senda fleiri hermenn austur.