Jeppamenn sendir í stríð?

Punktar

Jeppamenn sæta vaxandi árásum í Bandaríkjunum, rétt eins og reykingamenn eða konur í minkapelsum. Í auglýsingum er jeppaeigendum líkt við hryðjuverkamenn. Undir framrúðuþurrkur jeppa eru settar áminningar til þeirra um að snúa til betri vegar. Sjá má áróðursspjöld, þar sem á stendur: “Sendið jeppaeigendur fyrsta í stríðið við Írak”. Clotaire Rapaille mannfræðingur segir, að jeppaeigendur séu haldnir risaeðluduld. Sarah Jain mannfræðiprófessor við Stanford háskóla segir, að jeppaeigendur séu ófærir um að tengja eyðsluvenjur sínar við áhrif þeirra á umhverfið. Patricia Leigh Brown skrifar bráðskemmtilega grein í New York Times um nýjustu mótmælaölduna í Bandaríkjunum.