Jeppastjóri gamla tímans

Punktar

Hannes Sigurgeirsson er maður gamla tímans. Hann taldi mikið afrek hjá sér að reka sextán manns frá Steypustöðinni. Fyrir það bæri sér að verðlauna sig með einum LandCruiser á kostnað fyrirtækisins. En ég hefði talið afrek hjá honum að auka svo veltu fyrirtækisins, að ekki þyrfti að reka neinn. En Hannes er frá tíma græðgisvæðingarinnar. Þótt hann sé forstjóri fyrirtækis í eigu ríkisbanka. Þeir, sem sjá um ríkisvæðingu á vegum bankanna, verða að sjá um, að verðandi forstjórar fari í þrifabað. Þeir læri að gera mun á gamla tímanum, sem er úti. Og nýja tímanum, sem hefur allt annað gildismat.