Jóhanna Sigurðardóttir forsætis tók af skarið í gær í umræðum á þingi um Landsdóm. Samfylkingin hefur ekki og mun ekki gera upp aðild sína að hruni þjóðarinnar í október 2008. Samfylkingin mun verja sig með sama hætti og Göring reyndi í Nürnberg-réttarhöldunum. Við vorum bara peð, hrunið var óhjákvæmilegt, logið var að okkur, það er hinum að kenna. Nazistum mistókst lagatækni sín, en hér verður málið auðveldara viðfangs. Öll hefð íslenzkrar lagatækni snýst um útúrsnúninga að hætti Njálu. Þjóðverjar gerðu upp mál við fortíðina eftir stríð, en Samfylkingin mun aldrei gera upp steinbarn sitt.