Í Kastljósinu í gær virtist Jóhanna Sigurðardóttir telja sig vera áhorfanda að Íslandssögunni. Grét yfir vonzku bankanna, er þjónusta enn dólgana, sem komu Íslandi á hausinn. Virtist ekki skilja, að ríkisstjórnin getur innan ákveðinna marka sett reglugerðir um hegðun banka. Ekki heldur, að hún getur umfram þau mörk smíðað lagafrumvörp um hegðun banka. Ég skil, að bankarnir grafi undan samfélaginu, ef forsætisráðherrann hefur ranghugmyndir um stöðu sína. Hún minnir að því leyti á Davíð Oddsson í Seðlabankanum. Bann taldi hlutverk sitt þar felast í að gera bara alls ekkert gegn aðvífandi hruni.