Jóhanna nýtur ein trausts

Punktar

Réttilega segir Jón Baldvin Hannibalsson Jóhönnu Sigurðardóttur verða betri formann Samfylkingarinnar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Viðbrögð Jóhönnu voru að vísu eindregin, hún styður Ingibjörgu. Sem gat engu svarað nema “ad hominem”, Jón Baldvin væri gamall fauskur með langt syndaregistur. Það er raunar mál grasrótarinnar að ákveða forustuna eins og annað. Jón Baldvin hefur hótað að fara fram til formanns, ef Jóhanna gerir það ekki. Það er lýðræðislegt. Minnir okkur á, að flestir þingmenn Samfylkingarinnar ætla að hanga á völdunum. Þótt þeir hafi steinsofið á vaktinni eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Heilög Jóhanna nýtur ein trausts þar á bæ.