Jóhanna og kerfiskarlarnir

Punktar

Í fjölmiðli var kvartað um, að Jóhanna Sigurðardóttir sé dýr í rekstri sem þingmaður. Hún hafi lagt fram 107 fyrirspurnir á Alþingi á rúmu ári og mikið kosti að svara þeim. Í raun er Jóhanna fyrir hönd almennings að knýja fram upplýsingar, sem eiga að liggja á lausu, en kerfiskarlar reyna að liggja á eins og ormar á gulli. Hún vinnur að gegnsærra þjóðfélagi og yfir því ættu allir fjölmiðlar að gleðjast í stað þess að vera að kveina. Kannski fara fjölmiðlar næst að kvarta um kostnað við svör, sem þeir sjálfir kvelja út úr kerfinu með tilvísun til upplýsingalaga. Hinir seku eru kerfiskarlarnir.