Þótt henni sé það óljúft, neyðist Jóhanna Sigurðardóttir til að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Við aðstæður, þar sem enginn framámaður Samfylkingarinnar nýtur trausts, er Jóhanna eina skjólið. Hún hefur breitt bak með teflon-húð, sem flokkurinn þarf að misnota næstu tvö árin. Allir aðrir, sem girnast embættið, eru vanbúnir, benda á hana. Þar á meðal Dagur, Lúðvík og Jón Baldvin. Hún verður að þola að bera gamlan vanhæfnisflokk á bakinu. Þola að þreyja þorrann meðan hann sleikir sárin. Ég sé ekki, að hún geti hafnað örvæntingu laskaðs flokks á gjörgæzludeild.