Jóhannes er ekki ríkisstjórnin

Punktar

Bloggarar slátruðu Jóhannesi Benediktssyni, sýslumanni í Leifsstöð, á einum degi. Síðastur þeirra kom dómsmálaráðherrann, Björn Bjarnason. Hann sagði svigrúm til að bæta þjónustu eiga að nýtast öllum, ekki sérvöldum hópi. Jóhannes hafði opnað hraðbraut fyrir farþega Flugleiða á viðskiptafarrými. Auðvitað er fráleitt, að embættismaður hagi sér eins og Jóhannes. Slíkir marka ekki stefnu, sem gæti smitast inn í samfélagið almennt. Til dæmis í sérleiðir fyrir auðkýfinga á spítölum. Jóhannes er ekki ríkisstjórn, getur ekki tekið róttækar, pólitískar ákvarðanir, sem stuða samfélagið gróft.