Frambjóðendur repúblikana í forsetakosningunum hafa allir sömu stefnuna, stefnu George W. Bush. Enginn þeirra er fær um að losa Bandaríkin úr kreppu róttækrar hægri stefnu ágjarnra auðjöfra. Frambjóðendur demókrata eru misjafnt færir til þess. Hilary Clinton hefur enga skoðun aðra en þá, sem áður hefur verið studd meirihluta þjóðarinnar. Hún er gersamlega gagnslaus. Barack Obama er sáttamaður, sem mun reyna að fara bil beggja milli stóru flokkanna. Það nægir ekki í stöðunni. John Edwards er sá eini af stóru frambjóðendunum, sem hefur sagt auðhyggju stríð á hendur. Hann einn dugar.