Frá Arnarstapa um Jökulháls til Ólafsvíkur.
Að mestu er fylgt jeppaleið.
Í Árbók FÍ 1986 segir: “Það var fjölfarin leið, áður en bílaöld hófst. Bæði héraðslæknir og sóknarprestur áttu meðal annarra tíðum leið um hálsinn … Þegar farinn er Jökulháls, er Gerðubergsháls á vinstri hönd … Síðan liggur leiðin um Tághálsa upp af Hróa og upp á milli Geldingafells og Sandkúlu. Þá er komið á sjálfan Jökulháls og brátt fer að halla suður af.”
Byrjum hjá þjóðvegi 574 norðaustan Stapafells. Förum norðvestur að Sönghelli og síðan norður Kýrskarð austan Botnsfjalls. Förum norður á Náttmálahnjúk og norður að Sandkúlum austanverðum. Síðan til norðvesturs undir Sandkúlum í 640 metra hæð. Förum milli Geldingafells að vestan og Sandkúlna að austan. Síðan norður Tághálsa og austan við Hróa, niður í Ólafsvík.
15,9 km
Snæfellsnes-Dalir
Skálar:
Jökulhúsið: N64 48.979 W23 43.778.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Klettsgata, Beruvík.
Nálægar leiðir: Ennisdalur, Ólafsvíkurenni, Fróðárheiði,Búlandshöfði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort