Jólahlaðborðin

Punktar

Nú er Airwaves búið og síðustu útlendingarnir farnir. Eftir standa auð veitingahús borgarinnar, því að Íslendingar eru tregir til að fara út að borða, án þess að boðið sé upp á tómatsósu og sinnep. Gamalreynd aðferð veitingamanna við að bæta stöðuna er að bjóða á þessum tíma upp á jólahlaðborð, þar sem Íslendingar geta étið á sig gat fyrir fast verð. Eftir mánaðamótin verður leitun að hefðbundnu veitingahúsi, sem býður eitthvað annað en jólahlaðborð. Þangað flykkjast klúbbar og starfsbræður. Því er fyrirkvíðanlegur tími framundan hjá þeim, sem telja sig eiga betra skilið í mat.