Jólakvíði

Punktar

Aftenposten (www.aftenposten.no) í Noregi telur, að nokkur þúsund börn þar í landi hafi kviðið fyrir jólunum, af því að þau telji samkvæmt fyrri reynslu, að annað foreldrið eða bæði drekki úr hófi fram við það tækifæri. Blaðið telur, að þetta ástand skaði börnin fram á fullorðinsár. Það sé verra fyrir börn að horfa á bjánaskap foreldra á fjölskylduhátíð en á hefðbundnum helgarfylleríum. Ef við gerum ráð fyrir, að Íslendingar séu jafn drykkfeldir og Norðmenn, kviðu nokkur hundruð íslenzk börn fyrir jólunum að þessu sinni. (DV)