Jólin eru aftur forn

Punktar

Jól nútímans líkjast fornum jólum meira en kristnum. Þú kaupir gjafir, étur, étur og étur aftur. Um þetta snúast jólin, um mat og gjafir. Það eina, sem vantar að nokkru úr heiðnum jólum, er kynlíf, sem haft var í heiðri. Í kvæði um Harald lúfu segir, að hann vildi „heyja Freys leik“ um jól. Freyr var guð ásta og frjósemi. Á þeim tíma var mönnum skylt að lögum að eiga bjór handa gestum og gangandi. Í upphafi Íslandsbyggðar voru jól semsagt lík því sem þau eru nú, hátíð svalls. Kirkjan felldi jólin að sinni þörf, tókst það um aldir. Með innreið Mammons féllu jólin aftur í fornan farveg. Gleðileg jól.