Jólum stolið í Betlehem

Punktar

Jólahald verður lítið á fæðingarstað frelsarans í Betlehem að þessu sinni. Ísrael hefur stolið jólunum. Hernámið hefur valdið 70% atvinnuleysi og lækkað meðaltekjur íbúanna niður fyrir 100 krónur á dag. Skriðdrekar Ísraelshers fara um göturnar og Ísraelsher hefur tekið helztu hótel bæjarins til sinna þarfa. Engar skrúðgöngur kristinna manna verða að þessu sinni og jólatré er ekki að þessu sinni á kirkjutorginu. Í fæðingarkirkju frelsarans mun kristinn munkur, Amjad Sabarra, tala um dauðann og minnast kristinna barna, sem hafa verið drepin af hermönnum Ísraels. Vegna fréttaflutnings erlendra fjölmiðla af framgöngu hersins í bænum var í morgun ákveðið að láta herinn hörfa 200 metra frá fæðingarkirkjunni á jólanótt. Frá þessu er sagt í Guardian og BBC.