Eftir Evu Joly að dæma gerði fyrri ríkisstjórn flest vitlaust í aðgerðum til að elta sökudólga hrunsins. Enda vildi Geir ekki finna neina sökudólga. Geir bjó til alþingisnefnd með formann, sem ekki er líklegur til stórræða. Geir fékk sérstakan bankasaksóknara, sem ekki tekur hendur úr vösum. Við þurfum að skipta út þessu drasli. Nýja stjórnin gerði vel, þegar hún fékk Evu Joly til skrafs og ráðagerða. Hún vill, að við ráðum útlendinga, og hefur bent á nokkra. Ríkisstjórnin á að taka þessu og setja hlutlausa menn á alla toppa, sem máli skipta. Ekki já-og-jamm elsku-bræður klúbbamenn úr embættageiranum.