Hnignun hefðbundinna fjölmiðla á Vesturlöndum hófst, þegar viðskiptakeðjur fóru að kaupa þá af eigendum, sem ekki höfðu annarra hagsmuna að gæta. Nýir eigendur virtu ekki gömul lögmál um aðskilnað ritstjórna og markaðsdeilda. Með skelfilegum afleiðingum fyrir hefðarblöð á borð við Los Angeles Times. Í sumum tilvikum komust fjölmiðlar í eigu aðila á gráu svæði í viðskiptum, svo sem Robert Maxwell, Rupert Murdock og Conrad Black. Jón Ásgeir Jóhannesson í 365 er óneitanlega á gráu svæði, sætir rannsókn saksóknara. Óheppilegt er, að slíkir eigi öflugar fjölmiðlakeðjur. Það kann ekki góðri lukku að stýra.