Jón Gnarr er versti kosturinn. Gerir grín að pólitík, lofar meiri spillingu en allir hinir. Fólk er orðið svo þreytt á pólitísku rugli, að það ætlar að kjósa hann. Telur þá aðgerð vera mótmæli gegn hefðbundinni pólitík. En það er rangt, stuðningur við Jón Gnarr er stuðningur við hefðbundna pólitík. Stuðningur við flokk hans táknar pólitíska uppgjöf fyrir kerfinu. Versti kosturinn í afleitri stöðu. Ef fólk er gáttað á pólitíkusum og flokkum, á það að sameinast um eigin flokka með eigin málefni. Ekki hoppa á grínvagn með trúði. Í sérhverju sveitarfélagi eru mál, sem fólk getur sameinazt um.