Jón Steinsson hagfræðingur hjá Colombia hefur lag á að fjalla á einfaldri íslenzku um vú-dú hagfræðina. Stjórnarandstaðan ætti að halla sér að rökum hans og ekki tapa sér í skerjagörðum. Auðlindir hafsins á að leigja út eins og hvert annað hús. Leigan á að ákvarðast af markaði, ekki af mati leigðra umboðsmanna kvótagreifa. Á þessu flaskaði stjórnarandstaðan, þegar hún var fjögur ár í stjórn. Veiðikvótann á einfaldlega að bjóða út eins og einboðið er í allri hagfræði markaðshyggjunnar. Á því mun þjóðin græða margfalt meiri auðlindarentu en hún fær núna. Lesið grein Jóns Steinssonar og notið hana.