Jón utangátta

Punktar

Formannsefni Framsóknar kemur illa fyrir í sjónvarpi. Jón Sigurðsson virðist ekki geta svarað einföldustu spurningum og flytur í staðinn þvælu, sem enginn skilur. Hann fullyrðir, að ríkisstjórnin hafi verið stefnulaus í stóriðju í þrjú ár. Hann telur sig rosalega kláran, sem er rangt. Einnig er óhentugt fyrir flokksformann, sem á að sækja fylgi til kjósenda, að vera óvenjulega hrokafullur. Hann kemur úr fílabeinsturni Seðlabankans, virðist við fyrstu sýn vera enn meira úti að aka en Halldór Ásgrímsson. Hann endist flokknum í mesta lagi fram yfir tapið í kosningum að ári.