Jónína misþyrmir Voltaire

Punktar

Jónína Benediktsdóttir segir ranglega í Mogga í dag, að Voltaire hafi verið uppi á sextándu öld. Hann var uppi tveimur öldum síðar, á átjándu öld. Dæmi um hættur, er fylgja tilvitnunum í fólk, sem höfundurinn hefur ekki kynnt sér. Sumir furða sig á tengslum Voltaire og Jónínu. Voltaire hafði ekki áhuga á að stinga ryksugum í rassinn á fólki til að því liði betur. Hafði áhuga á annarri vellíðan, lýðræði, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, jafnrétti. Var fyrirrennari frönsku byltingarinnar. Raunar ættu kjallarahöfundar að forðast óviðkomandi tilvitnanir í dýrlinga. Þær eru bara gamlar klisjur.