Jörðin er vígvöllur Bush

Punktar

Bandaríkin líta á jörðina sem allsherjar vígvöll í endalausri baráttu gegn hryðjuverkum. Þetta segir Amnesty í ársskýrslunni. Mannréttindi séu skert í nafni öryggis í baráttu, sem kemur fyrst og fremst niður á saklausu fólki. Amnesty segir George W. Bush vera siðlausan, “unprincipled” valdhafa, sem víkki framkvæmdavaldið á kostnað þingsins. Hann rækti ótta og skelfingu og hatur á útlendingum. Að þessu sinni beindi Amnesty einkum geiri sínum að Bandaríkjunum. Enda hefur framferði þeirra verið fyrirmynd og afsökun harðstjóra og stríðsglæpamanna um allan heim. Sjá grein í Times.