Juncker er stórbófi

Punktar

Þá er helzti fjárglæframaður Evrópu orðinn forstjóri Evrópusambandsins, ekki er það gott. Jean-Claude Juncker var forsætisráðherra Luxemborgar og innsti koppur í búri skattasvindls, sem hafði hundruð milljarða af öðrum Evrópuríkjum. Hann á að segja af sér umsvifalaust, en gerir það líklega ekki, því hann er siðblindur pólitíkus og bófi. Fyrirrennarinn José Manuel Barroso var afleitur, en hafði þó ekki glæpi af tagi Junckers á bakinu. Á sama tíma er Evrópusambandið að semja við Bandaríkin um, að helztu glæpafyrirtæki heims fái réttarstöðu þjóðríkja í ágreiningi við Evrópu. Með hverri viku færist Evrópa lengra í myrkur auðbófa.