Kaffið betra í Reykjavík

Ferðir

Eitt er verra í Gent en í Reykjavík. Kaffihúsin. Belgar eru bjórfólk, sem er á svipuðum slóðum í kaffimenningu og Íslendingar voru fyrir fimm eða tíu árum. Þeir nota enn uppáhelling. Eða vélar, sem gefa af sér veikt kaffi, sem þeir kalla espresso. Þannig espresso fengum við í Reykjavík fyrir tíu árum. Nú er miðbærinn okkar fullur af kaffihúsum, sem bjóða indælis kaffi úr gamaldags ítölskum kaffivélum. Þótt ég búi í miðborg Gent, sem er stærri en allt Reykjavíkursvæðið, er leitun að almennilegu kaffi. Jafnvel ítölsk veitingahús brugga kaffið þunnt á belgíska vísu. Ég fæ að lokum heimþrá.