Kaffihús dagsins

Punktar

Ég læri margt á kaffihúsum. Í gær var mér bent á, að aldrei væri gat í leit björgunarsveita. Ef lík finnst seint og um síðir í Krísuvík, segja sveitarforingjar ekki: Það er gat í leitarkerfinu. Hins vegar dettur ýmsum embættismönnum í hug að segja: Það er gat í kerfinu. Til dæmis á snertifleti Landspítalans og Tryggingastofnunar. Þeir tala um gat eins og náttúrulögmál. Fréttamenn ýta undir ruglið með því að spyrja ekki í botn. Eiga að spyrja ráðuneytið, hvernig götin séu hunzuð og hver beri ábyrgð. Smákóngar geta ekki vísað hver á annan eða upp og niður. Björgunarsveitir gera það ekki.