Kakali flúði suður Sand

Hestar

Árið 1242 kom Þórður kakali út í Eyjafirði. Reið skjótt um Vaðlaheiði og suður Bleiksmýrardal á flótta undan Kolbeini unga. Fór suður Sprengisand að leita liðveizlu hjá Hálfdáni á Keldum. Samkvæmt korti Björns Gunnlaugssonar frá 1849 lá leiðin vestan Fjórðungsvatns. Síðan yfir Þjórsá við Arnarfell eða Sóleyjarhöfða og áfram suður Gnúpverjaafrétt. Þessa leið hef ég riðið og er hún ein löng dagleið á sandi milli grasa í Bleiksmýrardal og Arnarfelli. Þórður hafði kunnugan leiðsögumann og virtist ferðin ekki einsdæmi. Þá riðu grjótkastarar höfðingjanna hundruðum saman um fjöll og firnindi og fúafen.