Nú fæst svar við spurningunni: Má Ítalíumatur vera á forsíðu Gestgjafans? Eða kálbögglar? Er að fara upp í Háskólann í Reykjavík, kenni þar RITSTJÓRN á haustönn. Í dag er von á Reyni Traustasyni og Mikael Torfasyni. Þeir ætla að taka þátt í umræðu um tímarit. Hvort efnisval í þeim eigi að vera vítt eða þröngt. Erlenda kennslubókin segir efnisval eiga að vera þröngt. En hér á landi eru kenningar um, að við íslenzkar aðstæður þurfi það að vera vítt. Þetta er mikilvæg spurning, sem verður vafalaust þaulrædd. Því fjölmargir ritstjórar tímarita sitja á bezt mannaða námskeiði sögunnar í blaðamennsku.